Útgáfa vegabréfa eykst en langt frá því sem var

vegabref 2
Mynd: Þjóðskrá

Það voru 574 ný vegabréf gefin út í apríl sem nærri fimmföldun frá apríl í fyrra. Þá var heimsfaraldurinn ný hafin og fólk komst varla úr landi. Nú eru flugsamgöngur aftur á móti að glæðast á ný og vafalítið fleiri farnir að horfa til ferðalaga.

Útgáfa vegabréf í apríl síðastliðnum var þó sáralítil miðað við það sem alla jafna tíðkaðist á vorin eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan.