Verða að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð

MYND: ISAVIA

Frá og með laugardeginum nk. verða starfsmenn þeirra flugfélaga sem fljúga til Íslands að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 fyrir brottför til landsins.

Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að geti farþegi ekki framvísað tilskildu vottorði eða staðfestingu um neikvætt próf vegna Covid-19 ber flugfélaginu skylda til að synja viðkomandi um flutning. Skylda til að synja um flutning nær þó ekki til íslenskra ríkisborgara.