Viðræður um hvernig fella megi niður ferðatakmarkanir

MYND: HEATHROW AIRPORT

Á fundi sínum í dag munu þeir Joe Biden Bandaríkjaforseti og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ræða hvernig staðið auðvelda megi samgöngur milli landanna tveggja. Þetta kemur fram í tilkynningu sem breska ríkisstjórnin sendi frá sér í gær.

Nú eru fimmtán mánuðir liðnir frá því að núgildandi ferðatakmarkanir tóku gildi og á þeim tíma hefur farþegaflug milli Bretlands og Bandaríkjanna verið lítið. Stjórnendur flugfélaga í löndunum tveimur hafa síðustu daga lagt mikla áherslu á að ferðamönnum, sérstaklega þeim bólusettu, verði á nýjan leik hleypt yfir landamæri Bandaríkjanna og um leið verði Bandaríkin sett á lista breskra stjórnvalda sem grænt land.

Bandaríkjaforseti mun þó ekki aðeins hafa til skoðunar að opna á ferðir Breta til Bandaríkjanna því samkvæmt frétt Reuters þá eiga bandarísk stjórnvöld líka í viðræðum við Kanada, Mexíkó og Evrópusambandið um fólksflutninga án verulegra takmarkanna.