43 þúsund útlendingar flugu frá Keflavíkurflugvelli í júní

Það flugu sjöfalt fleiri útlendingar frá Íslandi í júní en í maí. Mynd: Nicolas J Leclercq / Unsplash

Brottfarir erlendra farþega í nýliðnum júnímánuði voru nærri þrefalt fleiri en í maí eða nærri 43 þúsund talsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Í samanburði við júní í fyrra var aukningin sjöföld.

Líkt og í maí í ár þá stóðu Bandaríkjamenn undir helmingi allra brottfara útlendinga í júní. Þar á eftir komu Pólverjar, svo Þjóðverjar og íbúar Eystrarsaltslandanna voru samanlagt fjórði fjölmennasti hópurinn.

Í því samhengi má rifja upp að útlendingar búsettir á Íslandi eru hluti af talningunni.

Á fyrri helmingi ársins voru brottfarir erlendra farþega rétt tæplega 75 þúsund en þær voru um 342 þúsund fyrir sama tímabil í fyrra. En það var í mars í fyrra sem Covid-19 faraldurinn setti allt úr skorðum.