Fjórfalt fleiri vegabréf

vegabref 2
Þeim fjölgar sem endurnýja vegabréfin sín. Mynd: Þjóðskrá

Það voru 1.354 íslensk vegabréf gefin út í maí síðastliðnum en til samanburðar voru 363 talsins á sama tíma í fyrra.

Stígandi hefur verið í útgáfu vegabréf síðustu mánuði enda vafalítið fleiri að velta fyrir sér ferðalögum út í heim nú þegar bólusetningar hafa gengið eins vel og raun ber vitni.

Það er þó ennþá langt í að fjöldi nýrra vegabréfa verði álíka og var fyrir heimsfaraldur eins og sjá má á þessari mynd Þjóðskrár.