Fleiri farþegar í júní en alla mánuðina þar á undan

Flugfarþegum á Keflavíkurflugvelli fjölgar hratt. Mynd: Isavia

Það voru 114 þúsund farþegar sem lögðu leið sína um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrstu fimm mánuði þessa árs. Nú í júní taldi hópurinn hins vegar 136 þúsund farþega.

Þar af flugu 56 þúsund af landi brott, 65 þúsund komu til Íslands og 15 þúsund nýttu Keflavíkurflugvöll sem skiptistöð á leið sinni milli Evrópu og N-Ameríku.

Rétt rúmlega annar hver farþegi á Keflavíkurflugvelli í júní hefur verið á vegum Icelandair því um 72 þúsund farþegar nýttu sér alþjóðaflug félagsins í síðasta mánuði.