Fyrsta ferð til Flórída á áætlun

Bandaríska borgin Orlando er vanalega ekki hluti af sumaráætlun Icelandair. Skýringin á því liggur meðal annars í þeirri staðreynd að Evrópubúar sækjast helst eftir ferðum til Flórída þegar kólna fer í veðri í álfunni. Þannig er löng hefð fyrir vetrarferðum Íslendinga til Orlando.

Engu að síður ákváðu stjórnendur Icelandair í mars sl. að flýta fyrstu ferð ársins til Orlando frá haustinu og fram til 23. júlí. Og sú brottför er á áætlun samkvæmt svörum frá Icelandair.

Ennþá er útlendingum þó ekki hleypt yfir bandarísk landamæri og það verða því eingöngu íbúar Bandaríkjanna sem geta nýtt sér ferðir Icelandair til og frá Orlando nú í sumar að öllu óbreyttu.

SMELLTU TIL AÐ BERA SAMAN VERÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM Á ORLANDO FLUGVELLI