Íbúar Svíþjóðar fari í skimun við heimkomu

Séð yfir Stokkhólm. Mynd: Henrik Trygg / Visit Stockholm

Fjöldi Svía er nú á ferðalagi út í Evrópu og þar á meðal í löndum þar sem útbreiðsla Covid-19 smita hefur verið að aukast. Af þeim sökum færist það í aukana að íbúar landsins snúi sýktir heim úr ferðalögum.

Sérstaklega mun það eiga við um þá sem dvalið hafa á Spáni samkvæmt því sem fram kom í máli Anders Tegnell, sóttvarnalæknis Svía, á kynningarfundi stjórnvalda í dag.

Þar var kynnt sú nýja regla að allir Svíar fari í skimun þegar þeir snúa heim úr utanlandsferð. Skiptir þá engu hvort fólkið hafi dvalið í landi þar sem smit eru fátíð eða ekki. Þessi regla mun gilda til 31. ágúst