Ísland meðal þeirra landa sem skima flesta

Kort sem sýnir hversu margir íbúar hvers Evrópuríkis hafa verið skimaðir síðustu tvær vikur. Mynd: Sóttvarnarstofnun Evrópu

Frá því í vor hefur Ísland verið grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu en samkvæmt nýuppfærðu korti, sem byggir á fjölda Covid-19 smita dagan 12. til 25. júlí, þá er landið orðið gult. Miðað við útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar kemur fátt í veg fyrir að Ísland verði rautt í næstu útgáfu.

Samhliða litakortinu þá birtir Sóttvarnarstofnun Evrópu annað kort sem sýnir hversu margir íbúar eru prófaðir í hverju landi fyrir sig. Og samkvæmt því nýjasta er Ísland í hópi þeirra sem skima flesta eins og sjá má hér að ofan.

Þar eru líka í lönd eins og Danmörk, Holland, Austurríki, Tékkland, Króatía og Grikkland.