Kaupa 100 sænskar rafflugvélar

Svona munu rafflugvélar United Airlines líta út. TÖLVUTEIKNING: HEARTS AEROSPACE

Nítján sæta rafflugvélar verða nýttar til að fljúga farþegum United Airlines frá og með árinu 2026. Drægni flugvélanna verður um 400 kílómetrar og munu þær nýtast til að fljúga farþegum stuttar leiðir frá helstu starfsstöðvum United vestanhafs.

Það er sænska fyrirtækið Hearts Aerospace sem vinnur að þróun þessara rafflugvéla en líkt og áður hefur komið fram hér á síðunni þá er Icelandair eitt þeirra fimm norrænu flugfélaga sem er í samstarfi við fyrirtækið.