Leitum helst að flugi til London

London Piccadilly Julian LoveLondon and Partners
Frá Piccadilly Circus í London.

Notendur Google hér á landi eru líklegastir til að nýta þessa vinsælu leitarvél til að finna upplýsingar um flug til London. Þar á eftir koma Alicante, París, Varsjá og Frankfurt. Þetta er meðal þess sem sjá má í samantekt Google fyrir nýliðin júní.

Í dag eru á boðstólum áætlunarferðir með fimm flugfélögum milli Íslands og Lundúna. British Airways og Icelandair fljúga héðan til Heathrow flugvallar, Easy Jet og Wizz Air fljúga til Luton og Play til Stansted. Í lok sumars má gera ráð fyrir að Icelandair hefji að nýju flug til Gatwick og eins gerir vetraráætlun EasyJet ráð fyrir Íslandsflugi frá þeim flugvelli líka.

Þegar kemur að gistingu þá horfa íslenskir notendur Google helst til Amerísku strandarinnar á Kanarí og Costa Adeje á Tenerife. Kaupmannahöfn er svo í þriðja sætinu, London í því fjórða og Barcelona í fimmta sæti.