Samdráttur í innanlandsflugi hefur almennt verið mun minni en í alþjóðaflugi nú í heimsfaraldrinum. Af þeim sökum hefur niðursveiflan á Keflavíkurflugvelli oft verið meiri en á fjórum stærstu flugvöllum Norðurlanda síðustu misseri. Innanlandsflug er nefnilega stór hluti af starfsemi alþjóðaflugvallanna í löndunum í kringum okkur.