Opna Bretland fyrir bólusettum ferðamönnum

London Piccadilly Julian LoveLondon and Partners
Bólusettir Íslendingar munu áfram geta ferðast til Bretlands án þess að fara í sóttkví jafnvel þó Ísland verði ekki lengur „grænt".

Í dag þurfa allir þeir sem ferðast til Bretlands í sóttkví við komuna þangað nema þeir komi frá löndum sem bresk yfirvöld flokka sem græn. Og ennþá er Ísland í þeim flokki landa.

Reglurnar verðum hins vegar breytt umtalsvert frá og með 16. ágúst. Frá og með þeim degi verða fullbólusettir ferðamenn nefnilega undanþegnir kröfum um sóttkví. Það gildir um alla þá sem koma frá öðrum Evrópuríkjum og Norður-Ameríku. Þetta kemur fra í frétt The Telegraph.

Áfram ætla bandarísk stjórnvöld þó að halda sínum landamærum lokuðum fyrir öðrum en íbúum landsins.