Viðskipti með hlutabréf Play hófust á First North markaðnum í Kauphöllinni í morgun og hækkuðu bréfin strax um allt að fjörtíu af hundraði. Með þessari miklu hækkun þá er virði Play nærri 18 milljarðar króna en áttföld eftirspurn var í hlutafjárútboði félagsins í síðasta mánuði.