Ráðleggja Dönum að ferðast ekki til Noregs

Stegastein útsýnispallurinn við Aurlandsfjorden. Mynd: Visit Norway

Dönsk stjórnvöld mælast gegn ónauðsynlegum ferðalögum til Noregs samkvæmt tilkynningu sem utanríkisráðuneyti landsins birti nú í morgunsárið.

Skýringin á þessari breytingu liggur í ákvörðun norskra ráðamanna um að allir sem ferðast þangað frá Danmörku skuli í sóttkví við komuna. Aðeins eru þeir undanskildir sem koma frá Suður-Danmörku.

Krafan um sóttkví í Noregi á einnig við þá sem koma frá Færeyjum.

Norsk stjórnvöld kynntu fyrir helgi strangari sóttvarnarreglur við landamærin vegna aukinnar tíðni kórónuveirusmita í Evrópu.