Sætaferðirnar komnar í gang hjá öllum þremur

Rútur Airport Direct og Flugrútunnar við Leifsstöð. Einnig býður Airport Express upp á reglulegar ferðir frá bílastæðunum sem eru aðeins lengra frá flugstöðinni. MYND: TÚRISTI

Fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn þá buðu þrjú fyrirtæki upp á reglulegar sætaferðir milli höfuðborgarinnar og Keflavíkurflugvallar. Flugrútan, sem Kynnisferðir, reka hefur haldið úti sínum ferðum frá því í lok vetrar og Airport Express sem Gray Line starfrækir fór í gang nú í sumarbyrjun.

Í gær hófst svo regluleg áætlun Airport Direct og þar með hafa farþegar val á ný um sætaferðir frá þremur fyrirtækjum á nýjan leik.