Í tengslum við hlutafjárútboð Icelandair í september í fyrra var birt spá sérfræðinga félagsins um umsvifin næstu ársfjórðunga. Þar var gert ráð fyrir að framboðið í alþjóðaflugi yrði að jafnaði 313 milljónir sætiskílómetra (ASK) á mánuði á öðrum fjórðungi þessa árs.