Segir ekki koma til greina að hleypa fólki um borð án neikvæðs prófs

Farþegar sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid prófi fá að breyta bókunum. Mynd: London Stansted

„Það er skylda okkar að tryggja öryggi farþega og áhafna og það kemur ekki til greina að Play hleypi fólki um borð án þess að reyna að tryggja að það sé ekki með Covid-19. Þetta er tímabundin ráðstöfnun í þágu öryggis,“ segir Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins en frá með morgundeginum fá aðeins þeir sem geta framvísað vottorði um neikvætt Covid próf flogið með Play.

Í tilkynningu segir að þessi ákvörðun sé tekin með öryggi farþega og áhafna að leiðarljósi og í samræmi við reglugerð heilbrigðisyfirvalda sem tók gildi í gær. Þar er kveðið á um að farþegar þurfi að verða sér úti um vottorð um neikvætt Covid-19 próf áður en haldið er til Íslands.

„Play mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-19 prófi í næsta flug félagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, enda framvísi þeir þá neikvæðu prófi,“ segir í tilkynningunni.

Þessi nýja regla nær ekki til þeirra farþega sem eru fæddir árið 2005 eða síðar en er sá hópur undanþegnir kröfum sóttvarnayfirvalda um að framvísa neikvæðum Covid prófum við landamærin.