Samfélagsmiðlar

Segir ekki koma til greina að hleypa fólki um borð án neikvæðs prófs

Farþegar sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid prófi fá að breyta bókunum.

„Það er skylda okkar að tryggja öryggi farþega og áhafna og það kemur ekki til greina að Play hleypi fólki um borð án þess að reyna að tryggja að það sé ekki með Covid-19. Þetta er tímabundin ráðstöfnun í þágu öryggis,“ segir Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins en frá með morgundeginum fá aðeins þeir sem geta framvísað vottorði um neikvætt Covid próf flogið með Play.

Í tilkynningu segir að þessi ákvörðun sé tekin með öryggi farþega og áhafna að leiðarljósi og í samræmi við reglugerð heilbrigðisyfirvalda sem tók gildi í gær. Þar er kveðið á um að farþegar þurfi að verða sér úti um vottorð um neikvætt Covid-19 próf áður en haldið er til Íslands.

„Play mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-19 prófi í næsta flug félagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, enda framvísi þeir þá neikvæðu prófi,“ segir í tilkynningunni.

Þessi nýja regla nær ekki til þeirra farþega sem eru fæddir árið 2005 eða síðar en er sá hópur undanþegnir kröfum sóttvarnayfirvalda um að framvísa neikvæðum Covid prófum við landamærin.

Nýtt efni

Íslandsstofa varar við því að ríkið verji minna fé til að kynna og auglýsa Ísland sem áfangastað. Þetta kemur fram í umsögn um tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til 2030. Um leið og því er fagnað að breyta eigi verklagi þannig að fyrirsjáanleiki verði meiri við markaðssetningu landsins gagnvart neytendum þá bendir Íslandsstofa …

Nú fljúga þotur Easyjet tvær ferðir í viku frá London til Akureyrar og hefur þessari nýjung verið vel tekið af íbúum á Norðurlandi. Það eru nefnilega Íslendingar í meirihluta sætanna um borð sem skýrir afhverju gistinóttum Breta á norðlenskum hótelum hefur lítið fjölgað þrátt fyrir þessa samgöngubót. Fyrir stjórnendur Easyjet skiptir ekki máli hvort það …

Þýski bílaframleiðandinn Mercedes-Benz hefur greint frá því að rafbílnum Vision EQXX hafi á dögunum verið ekið rúmlega 1.000 kílómetra leið frá Riyadh til Dúbæ á einni hleðslu. Meðaleyðslan var 7.4 kílóvattstundir á 100 km. leið. Þetta samsvarar því að bensínbíll eyddi um 0.9 lítrum á 100 km. Ökuleið Vision EQXX lá að sögn framleiðandans um …

„Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá Play,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, í tilkynningu um síðustu mánaðamót. Nú liggur fyrir að Birgir mun kveðja samstarfsfólk sitt um næstu mánaðamót, nokkrum dögum fyrir þriggja ára starfsafmæli sitt hjá Play. Frá þessu …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Í tilkynningu sem ráðuneyti sem fer með ríkiskaup Póllands sendi um helgina kemur fram að LOT standi nú frammi fyrir þeirri ákvörðun að halda sig við flugvélar brasilíska framleiðandans Embraer fyrir skemmri flugleiðir eða velja frekar vélar frá Airbus í Frakklandi. Leitað verður til beggja framleiðenda og þeir beðnir um tilboð í smíði 84 flugvéla …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

„Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá …