Sérvalin hótel fyrir Michelin

Hjá Tablet Hotels eru aðeins fá hótel á hverjum áfangastað. Myndir: Tablet Hotels

Það kemst ekki hvaða hótel sem er að hjá Tablet Hotels og það sama á við um Michelin sem deilir aðeins stjörnum sínum og meðmælum til veitingastaða sem skara fram úr.

Og nú hafa Tablet Hotels og Michelin snúið bökum saman þannig að kröfuharðir ferðamenn geti fundið bæði sérvalin hótel og veitingastaði í ferðavísum Michelin.

Eins og gefur að skilja er mikið af hótelunum hjá Tablet í dýrari kantinum en þar er þó líka að finna gott úrval af gistingu í milliverðflokki.

Einn helsti kostur Tablet er sá að þar eru aðeins fá hótel á hverjum áfangastað og því þarf ekki að fara í gegnum endalausa lista líkt og raunin er hjá stóru bókunarsíðununum.

Smelltu hér til að skoða úrvalið hjá Tablet