Steinar sér um markaðsmálin og Þórður um söluna

Steinar Þór Ólafsson hóf störf hjá Play í dag. MYND: PLAY

Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play en hann kemur þaðan frá Viðskiptaráði Íslands. Áður starfaði hann sem markaðsstjóri Skeljungs og stýrði stafrænni markaðssetningu hjá N1.

Þórður Bjarnason sem titlaður var sölu- og markaðsstjóri Play í fjárfestakynningu flugfélagsins í síðasta mánuði einbeitir sér nú að sölumálum félagsins. Þórður kom til Play frá Icelandair Group en hefur líka reynslu af störfum fyrir Primera Air.

“Það er ánægjulegt að fá Steinar Þór til liðs við okkur fyrir áframhaldandi uppbyggingu og ásýnd vörumerkisins PLAY. Hann hefur látið til sín taka á undanförnum árum og við hlökkum til að sjá hann beita kröftum sínum í þeim verkefnum sem framundan eru,” segir Georg Haraldsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins, í tilkynningu.