Heimasíður sem sérhæfa sig í að leita að flugmiðum rukka flugfélög um þóknanir fyrir að beina til þeirra viðskiptum. Ein stórtæk á þessu sviði er leitarsíðan Kayak en sú vísar í dag ekki beint á heimasíðu Play. Sama má segja um bókunarsíðuna Expedia því sú selur ekki flugmiða með hinu nýja íslenska flugfélagi.