Þýskaland setur fleiri Evrópuríki í áhættuflokka

Frá flugvellinum í Berlín. Mynd: BER

Allir þeir sem ferðast til Þýskalands frá Spáni og Hollandi verða fara í einangrun í að minnsta kosti fimm daga frá og með miðnætti í kvöld. Þeir bólusettu sleppa þó við einangrun með því að skrá sig inn í landið fyrir komuna.

Megin skýringin á þessum hertu aðgerðum í Þýskalandi er sú að fjöldi Covid-19 smita í Hollandi og Spáni er kominn yfir 250 á hverja hundrað þúsund íbúa. Í báðum löndum eru tilfellin reyndar ríflega tvöfalt fleiri eins og staðan er í dag.

Í tilkynningu sem þýsk stjórnvöld sendu frá sér fyrir helgi kemur einnig fram að Danmörk, Írland, Malta, Mónakó og stór hluti Frakkalands hafa verið færð upp um áhættuflokk. Þar skýringin sú að smitin í þessum löndum eru orðin fleiri en fimmtíu á hverja hundrað þúsund íbúa.

Til samanburðar er útbreiðslan hér á landi 135 smit á hverja hundrað þúsund íbúa.

Þýsk sóttvarnaryfirvöld horfa þó ekki horfa aðeins til útbreiðslu veirunnar við ákvörðun um að skilgreina lönd sem áhættusvæði. Þannig er tekið tillit til fjölda skimana, árangurs í smitrakningu og til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að hefta útbreiðslu veirunnar í hverju landi fyrir sig.

Það er því ekki víst að Ísland yrði skilgreint sem áhættusvæði hjá Þjóðverjum þó smit á hverja hundrað þúsund íbúa fari upp fyrir 250 tilfelli.