Til Tenerife fyrir 9 þúsund krónur

Flugstöðin í Tenerife. Mynd: AENA

Þeir sem komast til útlanda með stuttum fyrirvara fá flugmiða til Tenerife fyrir aðeins 9 þúsund krónur á morgun hjá Plúsferðum. Lagt er í hann frá Keflavíkurflugvelli klukkan 8:20 og ef flogið er heim á ný þann 20.júlí þá kosta báðir flugleggirnir á 28 þúsund krónur.

Þetta er mun lægra fargjald en er í boði hjá keppinautum Plúsferða næstu daga. En framboð á flugi til Tenerife er töluvert nú í sumar og verður í allan vetur. Bæði hjá stærstu ferðaskrifstofum lansins og líka hjá íslensku flugfélögunum tveimur.

Þess ber að geta að allir þeir sem ætla til Spánar verða að fylla út rafrænt eyðublað fyrir komuna.