Tvö ísraelsk flugfélög til Íslands í sumar

Þota El Al á Keflavíkurflugvelli í morgun. Mynd: Isavia

Wow air varð fyrsta flugfélagið til að bjóða upp á áætlunarflug milli Íslands og Ísrael en ekkert félag tók við keflinu eftir að rekstur Wow Air stöðvaðist. Í dag lenti hins vegar á Keflavíkurflugvelli Boeing 787 þota á vegum ísraelska flugfélagsins El Al.

Ekki er um að ræða hefðbundið áætlunarflug því ferðirnar eru á vegum ferðaskrifstofa í Ísrael. Samtals munu þotur El Al fljúga hingað fimm sinnum í sumar.

Í lok júlí er svo von á þotu ísraelska flugfélagsins Arkia en það félag mun einnig fljúga hingað fimm ferðir með ísraelska ferðahópa í sumar.