223 sóttu um aðild að nýja ferðatryggingasjóðunum

Íslenskar ferðaskrifstofur sem selja útlendingum pakkaferðir eiga að vera með aðild að hinum nýja ferðatryggingasjóð. Mynd: Nicolas J Leclercq / Unsplash

Nú um mánaðamótin rann út frestur sem ferðaskipuleggjendur höfðu til að skila inn gögnum til Ferðamálastofu vegna endurmats tryggingafjárhæða. Þessi skil voru jafnframt forsenda fyrir aðild að hinum nýja ferðatryggingasjóði sem nú hefur starfsemi.

Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu þá bárust gögn og þar með umsóknir að nýja sjóðnum frá 223 aðilum. Allir seljendur pakkaferða skulu vera aðilar að sjóðnum samkvæmt þeim lögum sem Alþingi samþykkt fyrr á árinu.

Pakkaferðir teljast til að mynda ferðir þar sem flug og gisting er keypt í einu lagi. Á það við um ferðir til Íslands og eins utanlandsferðir Íslendinga.