Ætla að selja stóran hlut í Lufthansa

Umsvif Lufthansa Group eru mikil í nágrannalöndum Þýskalands. Stærstu flugfélög Sviss, Austurríkis og Belgíu tilheyra samsteypunni. Mynd: Lufthansa Group

Þýska ríkið eignaðist tuttugu prósent hlut í Lufthansa Group þegar þessari stærstu flugfélaga samsteypu Evrópu var komið til bjargar í fyrra. Nú ætlar ríkið að losa um fjórðung af eign sinni fyrirtækinu samkvæmt áformum sem kynnt voru í morgun.

Skýringin á sölunni liggur í jákvæðri þróun mála hjá Lufthansa samkvæmt því sem fram kom í tilkynningu frá þýskum stjórnvöldum. Í kjölfarið féll gengi hlutabréfa í samsteypunni um nærri fimm prósent.

Vegna afleiðinga kórónuveirukreppunnar þá veitti þýska ríkið Lufthansa Group fjárhagsaðstoð upp á sex milljarða evra í fyrra. Virði hlutabréfa hins opinbera í samsteypunni eru í dag um milljarður evra samkvæmt frétt Reuters.

Fjögur af þeim flugfélögum sem heyra undir Lufthansa Group fljúga til Íslands nú í sumar. Það er hið þýska Lufthansa, Eurowings, Edelweiss og Austrian Holidays.