Áfram grímur í flugi

Farþegar verða alla vega fram á næsta ár að nota grímur þegar flogið er innanlands í Bandaríkjunum og einnig til og frá landinu. Mynd: Delta Air Lines

Flugöryggisstofnun Bandaríkjanna (TSA) hyggst framlengja núverandi reglu um grímunotkun flugfarþega fram til 18. janúar á næsta ári. Þá verður eitt ár liðið frá því að stofnunin setti regluna fyrst.

Fyrir þann tíma höfðu þó langflest flugfélög gefið út að farþegar ættu að vera með grímur en þeim tilmælum vildu þó ekki allir hlýða.

Af þeim sökum óskuðu stjórnendur bandarískra flugfélaga eftir opinberum reglum og því kallaði svaraði TSA í byrjun árs sem fyrr segir.