Áhrif á ferðaplön um fjögur þúsund farþega

Boðuð vinnustöðvun flugumferðastjóra við Keflavíkurflugvöll mun standa yfir í fimm klukkustundir. MYND: ISAVIA

Flugumferðastjórar munu að öllu óbreyttu leggja niður vinnu þan 31. ágúst milli klukkan fimm og tíu að morgni. Á þessu tímabili eru 28 flugferðir á dagskrá Keflavíkurflugvallar. Fimmtán brottfarir og þrettán komur.

Miðað við þá sætanýtingu sem er í alþjóðaflugi þessa dagana þá má gera ráð fyrir að vinnustöðvunin næsta þriðjudag geti haft áhrif á ferðaplön allt að fjögur þúsund farþega.

Það verða þá helst þeir sem eiga bókað flug með Icelandair sem verða fyrir barðinu. Það félag er nefnilega með 22 af þessum 28 ferðum. Fyrsta ferð Play á þriðjudaginn er hins vegar ekki á dagskrá fyrr en klukkan tíu en þá lýkur vinnustöðvuninni.