Allir framkvæmdastjórar Icelandair Group, auk Boga Nils Bogasonar forstjóra, tóku þátt í hlutafjárútboði fyrirtækisins síðastliðið haust. Útboðsgengið var ein króna á hlut en gengi bréfa Icelandair stóð í 1,46 kr. í lok viðskipta í gær.
Hlutabréfaviðskipti framkvæmdastjórnarinnar námu samtals 76 milljónum króna í útboðinu.