Ekkert nýtt í „leikkerfi“ Icelandair segir forstjóri Play

Play situr ekki eitt að einum einasta áfangastað og útlit fyrir að svo verði ekki heldur þegar félagið hefur flug til Bandaríkjanna.

Baltimore er einn þeirra áfangastaða í Bandaríkjunum en þar var Wow Air umsvifamikið. MYND: VISIT BALTIMORE

Afkoman af áætlunarflugi Icelandair til Baltimore sumarið 2018 var ekki nægjanlega góð og því tók félagið ekki upp þráðinn á ný árið eftir.

Það eru jafnframt vísbendingar um að farþegatekjur félagsins hafi lækkað um ríflega eitt hundrað milljónir króna við það eitt að fara í samkeppni við Wow Air í borginni þetta eina sumar.

Þrátt fyrir það ætla stjórnendur Icelandair að reyna aftur næsta sumar. Ein af skýringunum á því er vafalítið boðað flug Play til Bandaríkjanna en félagið horfir til Baltimore sem áfangastaðar þar í landi.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.