Farþegahópurinn álíka fjölmennur og árið 2010

Umferðin um Keflavíkurflugvöll tók kipp í júlí en umsvifin voru þó lítil miðað við það sem var. MYND: ISAVIA

Það voru 348 þúsund farþegar sem áttu leið um Keflavíkurflugvöll í júlí. Aukningin frá því í fyrra er rúmlega tvöföld en farþegahópurinn í nýliðnum júlí var þó fámennur þegar horft er nokkur ár aftur í tímann eins og sjá má á línuritinu.