Fer fyrir sölunni á heimamarkaðnum

MYND: ICELANDAIR / SIGURJÓN RAGNAR

Karólína Pétursdóttir sem starfað hefur hjá Icelandair um langt árabil hefur tekið við sem svæðisstjóri flugfélagsins á Íslandi. Hún ber þá ábyrð á sölumálunum á íslenska markaðnum.

María Stefánsdóttir sem gegnt hefur stöðunni síðustu tvö ár er að láta af störfum hjá flugfélaginu. Aðrar breytingar hafa ekki verið gerðar sölumálum Icelandair samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.

Hjá Play hefur einnig átt sér stað uppstokkun á sölusviðinu því líkt og Túristi greindi frá fyrir helgi þá hefur Þórður Bjarnason látið af störfum sem sölustjóri flugfélagsins.