Geta nú flogið til þriggja borga í einu

TF-PLB er nýjasta þotan í flota Play. Mynd: Play

Þotur Play munu ekki halda út í heim í dag en á morgun eru þrjú morgunflug á dagskrá félagsins. Þetta verður í fyrsta sinn síðan Play hóf starfsemi sem morgunflugin eru svona mörg og skýringin liggur skiljanlega í stækkandi flugflota. Félagið tók nefnilega í gær við þriðju Airbus A321 þotunni.

Sú líkt og hinar tvær voru áður í flota mexíkóska lágfargjaldaflugfélaginu Interjet sem fór í þrot í upphafi Covid-19 faraldursins.

Í flugvélum Play eru sæti fyrir 192 farþega en mögulegt er að bæta við nokkrum sætaröðum og koma fyrir 244 farþegum.

Sem fyrr segir þá er engin áætlunarferð á dagskrá Play í dag en gert ráð fyrir ferðum til Parísar, London og Kaupmannahafnar árla dags á morgun og til Berlínar um kaffileytið.