Hafa aukið hlut sinn í Icelandair

MYND: ICELANDAIR / SIGURJÓN RAGNAR

Sjóður í stýringu banda­ríska vogunar­sjóðsins Stone For­est Capi­tal hefur aukið hlut sinn í Icelandair að undanförnu. Sjóðurinn keypti 400 milljón hluti í íslensku samsteypunni í byrjun júlí en á nú orðið 452 milljónir hluta samkvæmt nýjum hluthafalista.

Markaðsvirði hlutabréfanna er 678 milljónir króna miðað við gengið í dag sem er 1,5 króna á hlut.

Gengið var nokkru hærra í byrjun júlí þegar bandaríski vogunarsjóðurinn keypti meginþorra bréfa sinna í Icelandair. Þannig fór það úr 1,69 kr. á hlut niður í 1,63 kr. fyrstu vikuna í júlí.