Hleypa aðeins bólusettum inn á hótelið

Óbólusettir fá ekki að gista á Public hótelinu í New York frá og með byrjun næsta mánaðar. Mynd: Public Hotel

Allir gestir og starfsmenn Public Hotel í New York verða að vera fullbólusettir frá og með 5. september. Maðurinn á bakvið hótelið er Ian Schrager, einn þekktasti hótelmógull í heimi og hugmyndasmiður Edition hótelanna.

En nú er einmitt verið að lekja lokahönd á eitt af hótelum þeirrar keðju við Hörpu í Reykjavík

Í viðtalti við ferðaritið Skift segir Schrager að hann hafi ákveðið að fara þessa leið eftir að borgaryfirvöld í New York lögðu til að gestir öldurhúsa, veitingastaða og líkamsræktarstöðva yrðu sýna fram á að þeir væru að fullu bólusettir við Covid-19.

Schrager segir því hafa legið beint við að þá yrði þessi regla líka að gilda um aðra hluta hótelsins.

Í frétt Skift segir að stórar hótelkeðjur vestanhafs gætu átt yfir höfði sér málsóknir ef þær myndu fylgja þessu fordæmi Schrager.