Hvað kostar að taka skíði og klossa með sér í flugið?

Það gæti borgað sig að leigja skíðin í stað þess að borga undir þau í flugið. Flugfélögin taka nefnilega aukalega fyrir flutninginn. Mynd: Kipras Štreimikis / Unsplash

Nú ætla bæði Play og Icelandair að fylla það skarð sem Wow Air skyldi eftir sig í flugi milli Íslands og Salzburg í Austurríki yfir háveturinn. Borgin er nefnilega vel staðsett fyrir þá sem ætla sér á skíði upp í Alpana.

Ódýrustu farmiðarnir, aðra leið til Salzburg, kosta um 18 þúsund krónur hjá flugfélögunum tveimur. Þeir sem bóka svo ódýra miða þurfa reyndar að borga aukalega fyrir að taka með sér skíði, klossa og allt annað sem ekki kemst í handfarangurinn.

Og eins sjá má á töflunni þá rukkar Play meira fyrir skíði en Icelandair gerir en það er dýrara að bæta við farangri við ódýrustu miðana hjá Icelandair.

Skíðakappi sem velur að fljúga með Icelandair ætti reyndar að kaupa Economy Standard miða því þá fylgir ferðataska með. Verðmunurinn á Standard og Light fargjöldunum er vanalega minni en sem nemur töskugjaldinu.

Þeir sem eru áhugasamir um skíðaferðir í vetur og vilja fljúga beint á áfangastað hafa úr meiru að moða en bara fluginu til Salzburg. Vita og Úrval-Útsýn bjóða upp á pakkaferðir til Madonna en báðar ferðaskrifstofur eru með eigið flug til Verona í vetur. Flutningur á skíðum er þá innifalinn í fargjaldinu.

Og hjá GB-ferðum má sem fyrr finna úrval af skíðaferðum í Alpana og til Norður-Ameríku.