Ísland í flokk með fjölda Evrópuríkja

Þota bandaríska flugfélagsins Delta kemur inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Mynd: Delta Air Lines

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna bætti Íslandi í gær við flokk ríkja sem íbúum landsins ráðið frá því að ferðast til nema brýna nauðsyn beri til.

Ísland er ekki eina Evrópulandið í þessum flokki því þar er líka að finna Andorra, Bretland, Frakkland, Georgíu, Gíbraltar, Grikkland, Holland, Írland, Möltu, Portúgal og Spán.

Samkvæmt skilgreiningu íslenskra sóttvarnaryfirvalda þá er Grænland aftur á móti eina landið sem ekki flokkast sem áhættusvæði eins og staðan er í dag.