Ísland og Ítalía orðin gul hjá Norðmönnum

Litakortið sem gildir í Noregi frá og með 2. ágúst. Mynd: Fhi.no

Frá og deginum í dag þá verða þeir sem ferðast frá Íslandi til Noregs að fara í einangrun í tíu daga. Ástæðan er sú að fyrir helgi var Ísland, auk Ítalíu, fært úr grænum flokki í gulan hjá norskum sóttvarnaryfirvöldum.

Þeir bólusettu eru þó undanþegnir kröfunni um einangrun með því að framvísa rafrænu skirteini. Óbólusett börn sleppa ekki við eingangrun en þau geta lokið henni eftir þrjá daga fáist neikvæð niðurstaða í nýju kórónuveiruprófi.

Hér má finna þær reglur sem gilda um ferðalög til Noregs.