Ívar fékk stöðuna

Ívar S. Kristinsson tók tímabundið við stöðu framkvæmdastjóra fjármála Icelandair Group um miðjan maí þegar Eva Sóley Guðbjörnsdóttir lét af störfum. Nú hefur Ívar tekið við stöðunni til langframa að því kemur fram í tilkynningu.

Ívar hefur gegnt ýmsum stjórnendastöðum hjá Icelandair Group á undanförnum árum og var eitt sinn framkvæmdastjóri flotamála og leiðakerfis félagsins.