Innanlandsflug hefur verið óvenju stór hluti af starfsemi stærstu flugvalla Norðurlanda síðustu misseri. Alþjóðaflug hefur nefnilega dregist mun meira saman í heimsfaraldrinum en flug milli landshluta.
Af þeim sökum var samdrátturinn á Keflavíkurflugvelli mun meiri sl. vetur en til að mynda á flugvellinum við Gardermoen í Ósló.