Áfram er Icelandair á niðurleið og bandarískir sjóðir losa sig við hlutabréf
Nú er að baki sumarvertíð sem var flugfélögum almennt mjög hagstæð. Gengi hlutabréfa Icelandair, sem og margra annarra flugfélaga, hefur engu að síður lækkað verulega að undanförnu.
Fréttir
Bretar stíga á bremsuna
Ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar um að seinka banni við sölu á nýjum bensín- og dísilbílum er harðlega gagnrýnd af bílaiðnaðinum sem vinnur að orkuskiptum og hefur fjárfest mikið í nauðsynlegum tæknibreytingum. Ákvörðunin er talin skapa ringulreið í iðnaðinum og meðal neytenda.
Fréttir
Verðlækkunin mögulega skammgóður vermir
Olíuverð hefur hækkað um fimmtung síðustu þrjá mánuði og kallaði sú þróun á viðbrögð frá stjórnendum Icelandair og Play. Hjá því fyrrnefnda er nú reiknað með minni hagnaði í ár en hjá því síðarnefnda mun tapið aukast. Nú í vikunni hefur verð á Norðursjávarolíu lækkað og tonn af þotueldsneyti kostar nú 1030 bandaríkjadollara eða 140 … Lesa meira
Fréttir
„Toyota er að setja mikið afl í þróun rafbíla“
„Þó að Toyota sé ekki í forystusætinu í rafbílavæðingunni nú um stundir þá mun Toyota verða í það til lengri tíma litið," segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, í viðtali við Túrista um sókn Kínverja inn á bílamarkað og stöðu Toyota til lengri tíma.
Fréttir
Niður fyrir 7 milljarða
Gengi hlutabréfa í Play hélt áfram að lækka í Kauphöllinni í dag en félagið tilkynnti fyrir tveimur vikum að tap ársins yrði meira en gert var ráð fyrir. Frá þeim tíma hefur gengið farið niður um þriðjung og lækkunin nemur 65 prósentum ef miðað er október 2021 þegar gengið fór hæst. Markaðsvirði Play í dag … Lesa meira
Fréttir
Ítalir kanna meinta einokunartilburði Ryanair
Enn kastast í kekki milli Ryanair og yfirvalda á Ítalíu. Samkeppnisyfirvöld þar tilkynntu í gær að hafin væri rannsókn á hugsanlegri misnotkun Ryanair-flugfélagsins á markaðslegum yfirburðum sínum.
Fréttir
Græn og blá framtíð
„Við höfum stigið risastór skref í þessari grein," segir Claus Andersen, yfirmaður siglingamála hjá Hurtigruten, og fagnar landtengingu við rafmagn í Reykjavíkurhöfn. Hann segir engan eiga framtíð í skiparekstri nema að taka umhverfismálin föstum tökum.
Fréttir
Bláa lónið fær alþjóðlega vottun
Bláa lónið hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun B Corp en tilgangur hennar er að umbylta viðskiptaháttum með því að fá fyrirtæki til að meta þau áhrif sem starfsemi þeirra hefur, til dæmis á umhverfi, einstaklinga og samfélög, til jafns við fjárhagslegan gróða. „Frá upphafi hefur markmið Bláa Lónsins verið að stuðla að aukinni vellíðan með fjölnýtingu … Lesa meira