Miklu fleiri nýttu sér ferðir Icelandair í júlí

MYND: ICELANDAIR / SIGURJÓN RAGNAR

Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði verulega í júlí í samanburði við mánuðinn á undan og líka miðað við sama tíma í fyrra. Í innanlandsfluginu stóð fjöldinn nærri því í stað eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan.

Aukningin í millilandafluginu í júlí var nærri því þreföld á við júní og sætanýtingin batnaði líka. Fór úr 53 prósentum upp í sjötíu prósent.