Play bætir Alicante við vetrarprógrammið

Frá Alicante. Mynd: Cale Weaver / Unsplash

Upphafleg flugáætlun Play gerði ráð fyrir að félagið myndi gera hlé á ferðum sínum til Alicante nú í lok október og taka upp þráðinn á ný í vor. Nú hefur félagið hins vegar sett inn eina ferð í viku til spænsku borgarinnar frá byrjun desember og fram í byrjun apríl.

Play verður þó ekki eitt um flugið til Alicante í vetur því ferðaskrifstofurnar Heimsferðir og Úrval-Útsýn eru einnig með vikuleg flug þangað á boðstólum.