Sætanýtingin ennþá langt undir því sem var

Hlutfall óseldra sæta hjá Ryanair var alla jafna mjög lágt fyrir Covid-19. Mynd: Ryanair

Eitt af því sem einkennir ábatasöm lágfargjaldaflugfélög er há sætanýting. Og til marks um það þá voru þotur Ryanair og Wizz Air alla jafna þéttasetnari en keppinautanna fyrir heimsfaraldur.

Þá seldust vanalega að minnsta kosti níu af hverjum tíu sætum í áætlunarferðir félaganna tveggja en núna er tíðin önnur. Í nýliðnum júlí var sætanýtingin hjá Wizz Air 79 prósent en hún var 96 prósent á sama tíma árin 2019 og 2018.

Hjá Ryanair voru akkúrat áttatíu af hverjum hundrað sætum seld í nýliðnum júlí en fyrir heimsfaraldur var nýtingin 97 prósent á þessum tíma árs.