Segir farþegatekjurnar engu máli skipta

Ein af þrettán Embraer þotum Breeze. Mynd: Breeze

Hið bandaríska Breeze er eitt þeirra flugfélaga sem hóf starfsemi nú í sumar. Félagið einbeitir sér að flugi milli minni borga í Bandaríkjunum og í flota félagsins eru þrettán 118 sæta Embraer þotur.

Breeze hefur auk þess gert samning við Airbus um kaup á sextíu A220 þotum.

Stofnandi Breeze heitir David Neeleman en hann hefur náð miklum árangri í fluggeiranum. JetBlue og WestJet er til að mynda meðal þeirra flugfélaga sem hann hefur fylgt úr hlaði.

Fyrstu mánuðirnir í rekstri Breeze hafa þó ekki gengið snuðrulaust fyrir sig. Í byrjun ágúst þurfti félagið til að mynda að fækka ferðum þar sem floti félagsins réð ekki við eins tíðar ferðir og upphaflega var lagt upp með,

Í viðtali við Airlines Weekly viðurkennir Neeleman að hann hafi ætlað sér of stóran bita af kökunni og vilja hámarka tekjurnar strax í upphafi.

Hann bætir því við að núna skipti í raun enginn sér að tekjunum. Aðalmálið á sé einfaldlega að reka flugfélag.

Og Neeleman hefur mögulega efni á að horfa fram hjá tekjunum, alla vega tímabundið. Nú í vikunni fékk Breeze nefnilega 200 milljónir dollara í nýtt hlutafé. Sú upphæð jafngildir um 25 milljörðum króna.