Skipting ferðamanna eftir þjóðerni

Um helmingur útlendinga sem flaug frá landinu í júlí var bandarískur. Mynd: Nicolas J Leclercq / Unsplash

Það flugu rétt rúmlega 51 þúsund bandarískir farþegar frá Keflavíkurflugvelli í júlí. Farþegar frá öðrum þjóðum voru samtals 58 þúsund og vægi þeirra bandarísku í ferðamannaflórunni hér á landi í júlí var því 47 prósent.

Af þeim þjóðum sem taldar eru í ferðamannatalningu Túrista þá voru það bara Pólverjar sem voru fleiri í júlí í ár en á sama tíma árið 2019.

Í því samhengi ber að hafa í huga að farþegar eru flokkaðir eftir vegabréfum en ekki búsetu.