Sósíalistinn í Kaupmannahöfn

The Socialist er heitið á hótelinu sem nú er rekið í byggingunni sem Herman K var áður. Mynd: Ogilvy Group

Því hefur verið haldið fram að sósíalismi sé í tísku og vísbending um það er kannski heiti nýja útibús Marriott hótelkeðjunnar í Kaupmannahöfn. Hótelið hefur nefnilega fengið heitið The Socialist.

Um er að ræða 27 herbergja gististað við Kongens Nytorv þar sem áður var til húsa fimm stjörnu hótelið Herman K. Marriott hótelkeðjan tók við rekstrinum nýverið.

Marriott er stærsta hótelfyrirtæki heims og mun Edition hótelið við Hörpu heyra undir þessa bandarísku keðju.