Það verða sex nýlegar Airbus þotur í flugflota Play næsta sumar. Á heimasíðu flugfélagsins er þó aðeins hægt að bóka flug til tveggja áfangastaða frá og með vetrarlokum. Í báðum tilvikum staðir sem aðallega Íslendingar fljúga til, Alicante og Tenerife.
Það er því ekkert á boðstólum hjá Play fyrir ferðamenn á leið til Íslands næsta sumar. Né heldur ferðaskrifstofur sem þessa dagana eru að skipuleggja Íslandsreisur fram í tímann. Keppinautar Play eru aftur á móti með mikið úrval af Íslandsflugi allt fram til haustsins 2022.