Samfélagsmiðlar

Stjórnendur Play þurfa að líta upp úr WOW skjölunum

Svona kynntu stofnendur Play leiðakerfi félagsins árið 2019. Nýir eigendur flugfélagsins og stjórnendur hafa haldið tryggð við upphaflegt plan.

Það verða sex nýlegar Airbus þotur í flugflota Play næsta sumar. Á heimasíðu flugfélagsins er þó aðeins hægt að bóka flug til tveggja áfangastaða frá og með vetrarlokum. Í báðum tilvikum staðir sem aðallega Íslendingar fljúga til, Alicante og Tenerife.

Það er því ekkert á boðstólum hjá Play fyrir ferðamenn á leið til Íslands næsta sumar. Né heldur ferðaskrifstofur sem þessa dagana eru að skipuleggja Íslandsreisur fram í tímann. Keppinautar Play eru aftur á móti með mikið úrval af Íslandsflugi allt fram til haustsins 2022.

Ein skýring á þessari óheppilegu stöðu Play gæti verið sú að stjórnendur félagsins séu farnir að efast um leiðakerfið og uppstokkun sé framundan. Hingað til hefur Play nefnilega siglt á sömu mið og WOW air gerði. Jafnvel þó blómaskeið þess félags hafi verið á árunum 2015 til 2017.

Áfangastaðir Play í sumar hafa þannig verið þeir sömu og stofnendur flugfélagsins kynntu fjárfestum í hittifyrra (sjá mynd hér að ofan). Allt eru þetta borgir sem skipuðu fastan sess í leiðakerfi WOW en tveir af stofnendum Play og fyrstu starfsmenn þess félags voru áður í vinnu hjá flugfélagi Skúla Mogensen.

Samkeppni á öllum stöðum

Það var alltaf ljóst að Play myndi ekki sitja eitt að neinum af þessum áfangastöðum. Sú staðreynd og allar þær breytingar sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér breyttu engu í upphaflegu leiðakerfi Play. Nýverið var svo vetrarferðum til Kanarí og Salzburg bætt við en til þessara staða flaug WOW líka.

Play fylgir því áfram fordæmi forverans. Jafnvel þó það félag hafi verið starfandi við aðrar aðstæður en nú ríkja.

Niðurstaðan í júlí var sú að tæplega tíu þúsund farþegar nýttu sér ferðir Play og sætanýtingin var 42 prósent. Óhætt er að fullyrða að það voru ferðirnar með sólþyrsta Íslendinga til Spánar sem hýfðu þetta hlutfall upp. Farþegarýmið í þotum Play sem flugu til Parísar, Berlínar og London hefur því oft verið fámennt. Ferðunum til þessara þriggja borga hefur líka verið fækkað nú í september.

Icelandair hefur notið sumarsins á Jótlandi

Flug Play til Kaupmannahafnar hefur líklega gengið mun betur enda hefð fyrir mikilli íslenskri traffík milli Keflavíkurflugvallar og dönsku höfuðborgarinnar. Íslendingar hér heima og í útlöndum þekkja líka Play en það gera erlendir ferðamenn ekki.

Af þeim sökum kom undirrituðum á óvart að Play skildi ekki sækja á fleiri íslenska markaði núna þegar ferðalög milli landa eru takmörkunum háð. Billund á Jótlandi er dæmi um einn slíkan og þar hefur Icelandair notið þess í sumar að vera eitt um hituna.

Í júlí flutti Icelandair 2.809 farþega til og frá jóska flugvellinum samkvæmt tölum frá dönskum flugmálayfirvöldum. Ferðirnar voru samtals átján talsins og sætanýtingin 84 prósent samkvæmt útreikningum Túrista. Til samanburðar flutti Play 9.899 farþega í 130 áætlunarferðum í júlí.

Billund var hins vegar aldrei hluti af leiðakerfi WOW og því kannski ekki á radarnum hjá forsvarsfólki Play. Ekki frekar en Bergen eða Gautaborg þar sem fjöldi Íslendinga býr en enginn hefur flogið til frá Keflavíkurflugvelli í sumar.

Fimmtán þúsund Pólverjar

Það má líka flokka flug til Póllands sem einskonar íslenskan markað. Hér á landi búa um tuttugu þúsund Pólverjar og flugsamgöngur milli Íslands og Póllands hafa verið mjög tíðar. Í júní og júlí flugu til að mynda fimmtán þúsund Pólverjar frá Keflavíkurflugvelli samkvæmt talningu Ferðamálastofu.

Þarna var því risastór markaður í sumar en auðvitað hefði samkeppnin við Wizz Air verið hörð líkt og starfsmenn Play þekkja af fyrri reynslu frá WOW.

Það má vera að engar breytingar séu stórar breytingar séu framundan á leiðakerfi Play og að batamerkin verði skýr næstu flutningatölum félagsins.

Ef ekki þá ættu stjórnendur félagsins þó að vera óhræddir við að skipta um takt því regluleg uppstokkun á áfangastöðum er eitt af því sem einkennir lágfargjaldaflugfélög. Svo er að sjá hvort New York, Boston, Baltimore og Toronto verði fyrstu áfangastaðir Play vestanhafs eins og fjárfestum var kynnt í hittifyrra.

Eða mun félagið horfa til íslensku umferðarinnar til Orlando þó WOW air hafi aldrei gert almennilega tilraun þar.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …