Ætla loks að hleypa Evrópubúum yfir landamærin

Brátt geta íslenskir ferðamenn spókað sig í New York. Mynd: Hector Arguello / Unsplash

Síðar í dag er gert ráð fyrir að ráðamenn í Hvíta húsinu tilkynni að ferðamenn frá Evrópu fái að heimsækja Bandaríkin á nýjan leik frá og með nóvember næstkomandi. En bann við ferðum Evrópubúa til landsins hefur nú verið í gildi síðan í mars í fyrra. Aftur á móti eru Bandaríkin opin íbúum fjölda landa í öðrum heimsálfum.

Samkvæmt frétt Financial Times mun aflétting ferðabannsins eingöngu eiga við um þá sem hafa verið bólusettir.

Stór hluti af umsvifum Icelandair og þar með Keflavíkurflugvallar snýr að tengifarþegum, þ.e. þeim sem eingöngu millilenda hér á landi á leið milli Norður-Ameríku og Evrópu. Gera má ráð fyrir að sá hópur farþega stækki umtalsvert þegar ferðafrelsið eykst á ný.

—–

30 daga áskrift á 300 krónur
Stór hluti af greinum Túrista er aðeins fyrir áskrifendur. Þú færð fullan aðgang í 30 daga fyrir aðeins 300 kr. með því að nota afsláttarkóðann „300“ þegar þú pantar áskrift hér. Að þeim tíma loknum er greitt fullt gjald (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja áskriftinni upp.