Tækifærin fyrir stærsta hótelfyrirtæki Evrópu hér á landi eru takmörkuð sem skrifast á það fyrirkomulag sem einkennir fasteignamarkaðinn. Philip Lassman, framkvæmdastjóri þróunardeildar Accor í Norður-Evrópu, útskýrir hér málið og segir frá því hvernig hótel hann sér fyrir sér að fyrirtækið myndi opna í Reykjavík ef tækifæri gefst til.